Skipulag skóladags

Skólinn er opnaður kl. 07:50.

Kennsla

Kennsla hefst í öllum árgöngum kl. 8:20, skóladeginum lýkur kl. 13:50.

Frímínútur

Fyrri frímínútur eru frá 9:40-10:00 og þær seinni í hádeginu. Nemendur í 1. - 2. bekk eru úti frá 11:20-12:00, 3.-4.bekkur fer út frá 11:50-12:30, 5.-7. bekkur fer út eftir mat á milli kl. 12:40-13:10.  Nemendur í 1.-7. bekk eiga að vera úti í frímínútum og í hádegishléi eftir að þeir hafa matast. Þeir þurfa því að koma í skólann klæddir eftir veðri. Kennarar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar eru á útivakt í frímínútum og hádegishléi og sjá til þess að allt fari sem best fram og grípa inn í atburðarás ef þörf krefur. Nemendur geta snúið sér til þeirra með ýmsar kvartanir og fyrirspurnir. Á þessum tímum eru skólaliðar einnig á vakt innanhúss.

Matartímar

Nemendur í 1.-2.bekk fara í hádegismat kl.12:00-12:30.

Nemendur í 3.-4.bekk fara í hádegismat kl.11:30-11:50.

Nemendur í 5.-7.bekk fara í hádegismat kl. 12:40 og fara í frímínútur um leið og þeir klára að borða, hringt er í næsta tíma kl. 13:10.

Prenta |