Slys og veikindi

Ef bráð slys eða veikindi ber að höndum er nauðsynlegt að geta náð sambandi við foreldra / forráðamenn. Þeir eru því beðnir að sjá til þess að símanúmer heima og á vinnustað liggi ávallt fyrir í skólanum. Ef barnið þarf að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild þarf foreldri eða forráðamaður að fylgja barninu. Fræðsluyfirvöld greiða fyrir tvær fyrstu komur á heilsugæslustöð eða slysadeild vegna sama skólaslyss og fá foreldrar / forráðamenn afhenda beiðni vegna þess í skólanum. Aðrar reglur gilda um tannslys.

 

Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu / lífi í bráða hættu er nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

 

Ef áföll eða veikindi verða í fjölskyldu barnsins er æskilegt að láta hjúkrunarfræðing vita svo og umsjónarkennara og skólastjórnendur. Áfallaráð er starfandi í skólanum.

Prenta |