Skip to content

Nemendaráð Húsaskóla

Nemendaráð Húsaskóla skólaárið 2018-2019 er skipað 7 nemendum úr öllum árgöngum.

Nemendaráð fundar reglulega í mánuði. Markmið nemandaráðs er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendaráð kemur meðal annars að jafnréttismálum, matarmálum,  húsnæði, umhverfismálum og öðru sem viðkemur málefnum nemendum skólans.

Tveir fulltrúar úr nemendaráði sitja í skólaráði Húsaskóla.

Nemendur Húsaskóla, ef þið eruð með ábendingar um það sem má betur fara eða það sem þið eruð ánægð með þá er hugmyndakassi í matsal. Nemendaráðið fer yfir allar hugmyndir og ábendinga reglulega sem berast og kemur þeim í réttan farveg. 

Reglur um nemendaráð Húsaskóla

• Ráðið heitir Nemendaráð Húsaskóla.
• Markmið nemendaráðsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.
• Í ráðinu skulu sitja a.m.k. 8 fulltrúar. Frá einum og upp í tvo frá hverjum árgangi
• Val á fulltrúum í ráðið fer þannig fram að umsjónarkennarar kynna ráðið fyrir öllum nemendum á haustin. Áhugasamir nemendur bjóða sig fram við þá og boðað er til kosninga innan hvers árgangs.
• Ráðið kemur saman til fundar 1 sinni í mánuði.
• Þess er vænst að nemendaráðsfulltrúar séu fyrirmyndir annara nemenda og séu tilbúnir að vinna í þágu þeirra.
• Nemendaráðsfulltrúar bera upp mál til umfjöllunar á fundum ráðsins.
• Nemendaráðsfulltrúar bregðast við öllum málum sem borin eru upp.
• Nemendaráðsfulltrúar skiptast á að stjórna fundunum.
• Einn ritari er ráðinn og ritar fundargerðir.
• Verði nemendaráðsfulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða utan þeirra geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði

Fréttir úr starfi

Sumarkveðja

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi 5. ágúst. Skólasetning og fyrsti skóladagur verður mánudaginn 24. ágúst 2020. Hér má nálgast…

Nánar