Nemendur með annað tungumál en íslensku

Nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á aukinni kennslu í íslensku. 

Íslenskukennslan er skipulögð af skólastjórn og deildarstjóra sérkennslu í samvinnu við kennara. Kennarar skipuleggja kennslu, sjá um þýðingar og nýta túlkaþjónustu. Skólinn getur leitað eftir ráðgjöf hjá Miðgarði. Leitast er við að kynna nemendum íslenska menningu. Með Olweusaráætluninni gegn einelti vinnur skólinn m.a. gegn fordómum gagnvart þeim sem eru af erlendu bergi brotnir.

Í námskrá um lífsleikni er fjallað um mannréttindi, mismunandi menningarheima og einstaklingsmismun. Virk samskipti eru á milli nýbúakennara, foreldra, nemenda og kennara.

Á Foreldravef Skóla- og frístundasviðs má finna ýmsar upplýsingar um íslenskt skólakerfi og þjónustu fyrir börn og unglinga. 

1.1.           Móttökuáætlun

Skólastjóri ber ábyrgð á móttöku nemenda og að upplýsa starfsfólk um þarfir þeirra. Það er stefna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að leggja sérstaka rækt við móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku. Þeir koma frá mörgum og ólíkum menningarsvæðum og þess vegna getur einstaklingsmunur oft verið mikill rétt eins og meðal íslenskra barna.

Þessir nemendur eiga það sameiginlegt að vera byrjendur í að tileinka sér íslensku. Þeir þurfa jafnframt að efla með sér nýja samskiptafærni og læsi á íslenska menningu. Mikilvægt er að líta á þessa nemendur sem hæfileikaríka einstaklinga með fjölbreytta þekkingu og kunnáttu, ekki bara nemendur sem tala

eða skilja ekki íslensku.

Upplýsingar um námið og skipulag skólastarfsins þurfa að vera skýrar og aðgengilegar fyrir alla foreldra til þess að þeir geti átt ríka hlutdeild í námi og skólastarfi barna sinna.

Góð persónuleg tengsl nemenda við kennara og samskipti skóla við foreldra geta, eins og í öllum tilvikum, skipt sköpum þegar kemur að skólagöngu nemandans.

Á Skóla- og frístundasviði hefur verið tekin saman handbók: „Móttaka innflytjenda í grunnskóla Reykjavíkur“

Við móttöku nemenda af erlendum uppruna vinnur Húsaskóli skv. þeim leiðbeiningum sem eru í handbókinni. Í henni eru að auki fjölmargar krækjur þar sem nálgast má margvíslegt, gagnlegt efni fyrir innflytjendur, börn og fullorðna, sem ákveðið hafa gerast þátttakendur í íslensku samfélagi.

 

Innritun

 • Forráðamenn nemanda óska eftir viðtali við skólastjórnanda vegna komu nemandans í skólann.
 • Forráðamönnum afhentur upplýsingabæklingur frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur á tungumáli nemandans. Aðgengilegt á heimasíðu sviðsins.
 • Ákveðinn tími fyrir móttökuviðtal þar sem forráðamenn og nemandi mæta. Skólinn sér um að panta túlk ef þurfa þykir.
 • Sé nemandinn kominn með kennitölu eru forráðamenn aðstoðaðir við að skrá nemandann í skólann á Rafrænni Reykjavík.

Undirbúningur viðtals

 • Skólastjórnandi velur bekk fyrir nemanda.
 • Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram.
 • Umsjónarkennari undirbýr bekkinn fyrir komu nýs nemanda og tilkynnir jafnframt öðrum kennurum sem kenna bekknum um komu hans.
 • Ritari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Skólareglur, innkaupalisti, stundaskrá bekkjar, upplýsingar um mötuneyti og nestismál.

Móttökuviðtal

 • Móttökuviðtalið sitja forráðamenn, nemandi, túlkur, skólastjórnandi, deildarstjóri, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið. Afar mikilvægt er að forráðamenn sitji viðtalið en ekki skyldmenni eða vinir og að fenginn sé túlkur þó svo að annar forráðamaður nemandans sé íslenskur.
 • Afhent innritunareyðublað sem foreldrar fylla út með aðstoð túlks, sjá fylgiskjal, ef nemandi er ekki kominn með kennitölu.
 • Fengnar eru ákveðnar bakgrunnsupplýsingar um nemandann, sjá fylgiskjal.
 • Athugað hvort læknisskoðun hafi farið fram þar sem nemandanum er ekki heimilt að hefja skólagöngu nema að undangenginni læknisskoðun.
 • Gerð er einstaklingsáætlun ef þarf, í samvinnu við deildarstjóra sérkennslu og umsjónarkennara.
 • Í lok viðtals er ákveðinn fundatími með foreldrum, nemanda, túlki, umsjónarkennara og deildarstjóra. Sá fundur er til eftirfylgni og til að kanna líðan nemandans í skólanum.
 • Umsjónarkennari sér um að koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum.

Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir forráðamönnum og nemandanum í móttökuviðtalinu:

 • Stundaskrá nemandans. Farið yfir hverja kennslustund þannig að ljóst sé um hvaða námsgrein er að ræða og hvenær nemandinn fer í nýbúakennslu.
 • Íþróttir og sund. Staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og mætingar.
 • Innkaupalistar útskýrðir. Hvað þarf að kaupa og hvað sér skólinn um að útvega.
 • Skóladagatal. Farið yfir þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar.
 • Símanúmer skólans, heimasíða og netföng kynnt.
 • Skólareglur og mætingaskylda.
 • Mötuneyti og nestismál kynnt forráðamönnum.
 • Frístundaheimilið Kastali og Turn kynnt ef um nemanda í 1. – 4. bekk er að að ræða.
 • Ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum.
 • Möguleikar á að sækja um undanþágu frá kennslu í ákveðnum fögum útskýrðir.
 • Samræmd próf, hægt er að sækja um undanþágu frá þeim.
 • Hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum.
 • Hlutverk forráðamanna hvað snertir heimanám og samstarf heimilis og skóla.
 • Mentor kynntur fyrir forráðamönnum og þeir fá lykilorð sent í tölvupósti.
 • Farin kynnisferð um skólann.
 • Æskilegt er að heimsækja bekk nemandans og kynna nemandann fyrir bekknum.

1.2.           Túlkaþjónusta

Húsaskóli fylgir lögum nr. 16. gr.um grunnskóla nr. 91/2008 segir m.a.

Grunnskólar taka á móti nemendum sem eru að hefja skólagöngu, eru að skipta um skóla eða hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags. Foreldrum skulu á þeim tímamótum veittar upplýsingar um skólagöngu barnsins og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum greint frá rétti þeirra til túlkaþjónustu. Túlkaþjónusta skal vera til staðar svo lengi sem foreldrar hafa þörf fyrir hana.

1.3.           Móðurmálskennsla

Í Húsaskóla er kennd íslenska, enska og danska. Nemendur með annað móðurmál en íslensku er bent á kennslu móðurmála í tungumálaveri og upplýsingar um aðra tungumálakennslu á Tungumálatorgi.

1.4.           Íslenska sem annað tungumál

Nemendur með annað móðurmál en íslensku fá viðbótar kennslu í íslensku eins lengi og þörf er á. Mikil áhersla er lögð á orðaforða í öllum skólanum og merkingarbæran lestur.

Prenta |