Námsmat

Um námsmat

Markmið námsmats eru:

 • Að meta þekkingu, leikni og hæfni nemenda á viðfangsefnum
 • Að meta framfarir nemenda og hvetja til náms
 • Að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geta náð settum markmiðum
 • Að veita upplýsingar til nemenda, forráðamanna og kennara um hæfni, framfarir, vinnubrögð og stöðu náms. Einnig að upplýsa viðtökuskóla og skólayfirvöld eftir því sem við á
 • Að greina hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda

Hvað er metið?

Þekking, leikni og hæfni nemenda innan námssviðs samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla.

Framfarir nemenda í námi.

Lykilhæfni í námi samkvæmt aðalnámskrá :

 • Hæfni nemenda til tjáningar og miðlunar.
 • Skapandi og gagnrýnin hugsun, frumkvæði, áræðni, og þrautseigja.
 • Sjálfstæð vinnubrögð, samskipti og samstarf.
 • Hæfni nemenda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt.
 • Hæfni nemenda til að bera ábyrgð á eigin námi, meta eigin framfarir, vinnubrögð og frammistöðu.

Hvernig er metið?

Metið er samkvæmt viðmiðum um námsmat í Aðalnámskrá grunnskóla kafla 9.4.

Sjá Aðalnámskrá grunnskóla á vef: www.namtilframtidar.is

Lögð er áhersla á skýr markmið í námi hvers nemanda.

Notað er leiðsagnarmat sem byggist á því að nemandi og kennari velti fyrir sér framvindu náms og hvernig nemendur geti náð betri árangri.

Mat á námi nemenda er byggt á símati út frá mismunandi gögnum:

 • Munnleg -, verkleg-, skrifleg- og myndræn verkefni.
 • Próf, kannanir og skimanir af ýmsu tagi.
 • Vinnubækur og verkmöppur.
 • Þátttaka í samræðum, tjáning og virkni.
 • Einstaklings- og hópverkefni.
 • Sjálfsmat og jafningjamat.
 • Vettvangsathuganir og þemaverkefni.
 • Matskvarðar sem lagðir eru til grundvallar náms og kennslu.

Á hvorri önn eru notaðar a.m.k. þrjár námsmatsaðferðir á námssviðinu.

Lögð er áhersla á að matið sé áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt. Metnir eru allir þættir námsins, þekking, leikni og hæfni með hliðsjón af viðmiðum í aðalnámsskrá. Til þess að svo verði þarf að meta nemanda á eigin forsendum og í samanburði við aðra.

Hvenær er metið?

Mat á námi nemenda er byggt á símati yfir allt skólaárið.

Í Húsaskóla eru tvær annir frá ágúst til janúar og frá janúar til júní. Farið er yfir stöðu nemenda í námi í nemenda- og foreldraviðtali í janúar.   

Í lok júní birtist vitnisburður beggja anna.

Nánari upplýsingar um námsmat má finna hér: Námsmatsbæklingur

               

                 

Prenta |