Símenntunaráætlun starfsfólks

Símenntunaráætlun Húsaskóla er mótuð út frá þeim áherslum sem koma fram í stefnu skólans, í mati á skólastarfi og umbótaáætlun skólans.

Símenntun getur verið með margvíslegum hætti, hún er ýmist formleg eða óformleg. Óformleg símenntun er t.d. handleiðsla starfsfélaga, teymisvinna, leshringir og að miðla þekkingu á milli samstarfsmanna. Dæmi um formlega símennun eru námskeið á vegum skólans eða utanaðkomandi aðila og ýmis skipulögð fræðsla t.d. í tengslum við umbóta- og þróunarverkefni.

Helstu áherslur og markmið Í Húsaskóla 2017-2018

  • Efla þekkingu og færni nemenda í stærðfræði.
  • Markvisst nám í upplýsinga- og tæknimennt.
  • Innleiða aðferðir leiðsagnarnáms í stærðfræði og list- og verkgreinum.
  • Að auka nemendalýðræði í skólanum og búa nemendur undir þátttöku í lýðræðissamfélagi.
  • Að efla heilbrigði og velferð nemenda.
  • Að skólinn haldi áfram að vera á grænni grein.
  • Vinna áfram með námslotur og námsmat í Mentor.
  • Þróa gátlista í ensku og upplýsinga- og tæknimennt.
  • Efla samskipti og samvinnu skóla og heimila.
  • Skýrar og markvissar upplýsingar um stöðu nemenda í námi og viðburði innan skólans.
  • Að í Húsaskóla ríki góður starfsandi. Að starfsfólk upplifi sig og aðra ekki verða fyrir áreiti.
  • Umbætur vegna bókunar 1 í kjarasamningi kennara.
  • Að starfsmenn upplifi minna álag í starfi en nú er raunin.
  • Að rekstur skólans sé innan fjárheimilda.

Prenta |