Þróunarstarf / endurmenntun /símenntunaráætlun

Starfsfólk skólans leggur áherslu á að vinna gegn einelti samkvæmt áætlun Olweusar og í þeim anda verður unnið með bekkjareglur og skólaanda. Þróuð verður áfram kennsla í mannréttindum, borgarvitund og nemendalýðræði.

Starfsfólk skólans mun kappkosta að fara á kynningar, námskeið og fræðslufundi sem miða að því að auka fagþekkingu. Unnið er að því að auka samþættingu námsgreina.

Helstu áherslur og markmið í vetur:

  • Auka starfsánægju og samkennd starfsfólks.
  • Stuðla að vellíðan og öryggi í hinu daglega starfi.
  • Efla fagvitund starfsfólks.
  • Efla lestrarkennslu á öllum stigum.
  • Nýting upplýsingakerfis fyrir Mentor.
  • Vinna markvisst að sjálfsmati og nota til þess viðurkennd greiningargögn.

Prenta |