Forvarnar og vímuvarnarstefna

Forvarnar- og vímuvarnarstefna Húsaskóla tekur mið að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2014 – 2019

http://reykjavik.is/sites/default/files/forvarnastefna_reykjavikur_net.pdf en áherslur í þeirri stefnu er samfélag án ofbeldis, virkni og þátttaka barna og ungmenna, æsku án vímuefna og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum.

Í Húsaskóla er starfað eftir Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun og sjá má þá áætlun á heimasíðu skólans. Lögð er áhersla á að hver einstaklingur búi yfir hæfni í samskiptum og samvinnu til að hann nái árangri í nútímasamfélagi. Stuðla skal að félagsfærni, jákvæðum samskiptum og fræðslu um verndandi þætti heilsu og velferðar sem og fræðslu um áhættuþætti. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist tilfinningum sínum og annarra, læri umburðalyndi og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Allt skólastarf miðar að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda.

Starfsmenn skólans þurfa að þekkja einkenni áhættuhegðunar og bæði að vinna fyrirbyggjandi starf og grípa strax inn í ef einkenna verður vart. Það inngrip er í samvinnu við foreldra, Miðgarð og barnavernd eftir þörfum. Sértækar forvarnir beinast að einstaklingum og hópum sem eru í áhættu eða þurfa á sértækum stuðningi að halda.

Allir nemendur fara eftir skólareglum og bekkjarreglum sem þeir semja sjálfir í upphafi skólaárs. Viðurlög við brotum á skólareglum fara eftir aldri og þroska nemenda en haft er að leiðarljósi að allir geti gert mistök og fái tækifæri til að bæta sig. Verklagi Skóla- og frístundarsviðs er fylgt í alvarlegum agabrotum.

Kannanir eru lagðar fyrir til að fylgjast með líðan nemenda. Tengslakannanir eru gerðar í öllum árgöngum til að finna þá nemendur sem eru í hættu á að verða félagslega einangraðir, í 4. – 7. bekk er könnun á vegum Olweusaráætlunar lögð fyrir og í 6. og 7. bekk er Skólapúlsinn lagður fyrir. Niðurstöður þessara kannana gefa tækifæri til að skipuleggja skólastarf til þess að bæta líðan og öryggi nemenda okkar.

Nemendaverndarráðsfundir eru haldnir að jafnaði annan hvern þriðjudag og er þar leitað lausna og málum vísað til viðeigandi aðila. Fundina sitja skólastjóri, deildastjóri sérkennslu, ráðgjafi skólans, skólasálfræðingur frá Miðgarði, skólahjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi frá Miðgarði. Umsjónarkennari kemur inn á fundinn ef þörf þykir vegna málefna einstakra nemenda.

 

Sérkennsla, markmið með sérkennslu er að stuðla að alhliða þroska nemenda, bæði andlegum og líkamlegum. Leitast er við að ná þessum markmiðum með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum um leið og lögð eru fyrir verkefni við hæfi. Talkennari er starfandi við skólann.

Hjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Hann nýtir þau tækifæri sem gefast til að fræða börnin og vekja þau til umhugsunar um samskipti, virðingu og ábyrgð á eigin heilsu. Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Félagsráðgjafi er í 15% starfi við skólann. Hann vinnur að eineltis- og samskiptamálum í samstarfi við aðra innan skólans.

Sálfræðingur hjálpar til við að leysa mál þeirra nemenda sem eiga erfitt með nám, líður illa í skólanum eða utan hans. Einnig þeirra barna sem gengur illa að eiga samskipti við félagana eða fullorðna.

Atferlismótun: innan skólans eru ráðgjafar sem leiðbeina kennurum í atferlismótun og auk þess leita kennarar til sérhæfðrar fardeildar sem er sameiginlegt úrræði grunnskólanna í Grafarvogi. Einnig hafa stjórnendur skólans aðgengi að ráðgjöf Brúarskóla en Brúarhús, sel frá Brúarskóla hefur aðstöðu í skólahúsnæðinu. Nemendur Húsaskóla geta komist á ART námskeið hjá starfsfólki Brúarskóla.

Allir starfsmenn skólans vinna að forvörnum til að efla heilbrigði og velferð nemenda skólans. Mikilvægt er að allir aðilar skólasamfélagsins séu meðvitaðir og geta gripið í taumana áður en erfiðleikarnir verða of miklir.

Eftirfarandi eru tenglar og símanúmer aðila sem vinna að forvörnum.

 1. Embætti landlæknis http://www.landlaeknir.is/
 2. Fjölskyldumiðstöð  http://barnivanda.is/
  • 1. Tímapöntun hjá ráðgjafa: snr. 511 - 1599
 3. Foreldravefur Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/thjonusta/foreldravefurinn
 4. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum http://www.forvarnir.is/
 5. Heimili og skóli  http://www.heimiliogskoli.is/
 6. Lögreglan http://logreglan.is/
  • 1. Neyðarnúmer 112
  • 2. Upplýsingar um fíkniefni, símsvari: 800-5005
 7. Miðgarður  http://midgardur.is
 8. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda SÁÁ  http://saa.is/
 9. Vina- og hjálparlínan, Rauði krossinn  http://www.raudikrossinn.is/
  • 1. Símanúmer 1717

Prenta |