Jafnréttis- og mannréttindaáætlun

Article Index

Endurskoðuð í maí 2016  Gildir frá 2016-2019

Jafnréttisáætlun í pdf skjali 

Jafnréttis- og mannréttindaáætlun Húsaskóla nær til allra nemenda og starfsmanna. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing, vinátta, starfsgleði og samvinna. Litið er þannig á að fjölbreytileiki í hópi nemenda og starfsmanna auðgi skólastarf. Starfið byggir á lýðræðislegum gildum og eru mannréttindi og jafnræði haft að leiðarljósi. Nám, kennsla og starfshættir eru í samræmi við það. 

Jafnréttis- og mannréttindaáætlun Húsaskóla byggir á lögum um grunnskóla nr. 91/2008; Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008; Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar frá 2006; Aðalnámskrá grunnskóla (2011); Stefnu og starfsáætlun Reykjavíkurborgar í menntamálum (2013) og skólanámskrá Húsaskóla (2015-2016). 

Prenta |