Móttaka nemenda með sérþarfir

Þegar nemandi með sérþarfir er skráður í skólann boðar deildarstjóri sérkennslu til fundar með foreldrum/forráðamönnum nemandans og umsjónarkennara þar sem skipst er á upplýsingum. Ef sérstakar ástæður mæla með því situr skólastjóri einnig fundinn. Í framhaldi af fundinum gera deildarstjóri sérkennslu og /eða sérkennari og umsjónarkennari áætlun um fyrirkomulag kennslu, samskipta og annarrar umönnunar nemandans í samráði við foreldra. Leitað er samráðs við sérfræðinga utan skólans eftir þörfum.

Prenta |