Stoðþjónusta - Nýbúakennsla

Nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á aukinni kennslu í íslensku. Við innritun barna í skóla, sem eru af erlendum uppruna, eru notuð sérstök innritunareyðublöð frá Menntasviði Reykjavíkur sem til eru á fjórtán tungumálum.

Nýbúakennsla er skipulögð af skólastjórn og deildarstjóra sérkennslu í samvinnu við kennara. Kennarar skipuleggja kennslu, sjá um þýðingar og nýta túlkaþjónustu Alþjóðahússins. Skólinn getur leitað eftir ráðgjöf hjá Miðgarði. Námsefni fyrir nýbúa er nýtt ásamt námsefni skólans. Leitast er við að kynna nemendum íslenska menningu. Með Olweusaráætluninni gegn einelti vinnur skólinn m.a. gegn fordómum gagnvart þeim sem eru af erlendu bergi brotnir. Virk samskipti eru á milli nýbúakennara, foreldra, nemenda og kennara.

Prenta |