Verkaskipting skólastjórnenda

 

 

Lögum samkvæmt er skólastjóri forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum, ber ábyrgð á starfi hans og veitir honum faglega forystu.

Aðstoðarskólastjóri er nánasti samstarfsmaður skólastjóra og staðgengill í fjarveru hans.

Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri vinna saman að flestum málum sem skólann varða og halda þeir reglulega fundi þar sem farið er yfir stöðu mála hverju sinni og bera þess á milli saman bækur sínar um einstök mál. Þeir hafa ákveðna verkaskiptingu sín á milli en taka allar stærri ákvarðanir í sameiningu s.s. varðandi fjármál, starfsmannahald, erfið agamál, skipulag skólastarfsins o.fl..

Skólastjóri er Katrín Cýrusdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Aðstoðarskólastjóri er Sólveig Rósa Sigurðardóttir sThis e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Skólastjóri

 

 • Ber ábyrgð á að lög og reglur um starfsemi grunnskóla séu haldin og sinnir þar eftirlitsskyldu.
 • Sér um almennan skólarekstur hvað varðar fjármál skólans.
 • Sér um ráðningar starfsfólks, útbýr ráðningasamninga.
 • Sér um samskipti við menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg um mál er skólann varða.
 • Ber ábyrgð á sérkennslu ásamt deildarstjóra sérkennslu.
 • Sér um skipulag kennslu í samvinnu við aðstoðarskólastjóra.
 • Situr fyrir hönd skólastjórnenda í nemendaverndarráði.
 • Undirbýr og stjórnar starfsmannafundum og stigstjórafundum.
 • Sér um útskrift 10. bekkja.
 • Stýrir fundum skólaráðs og situr fundi foreldrafélags skólans.
 • Er ábyrgðarmaður vegna útgáfumála s.s.handbóka og fréttabréfa.
 • Fylgist með nýjungum í skólastarfi bæði utan lands og innan og miðlar til starfsfólks.
 • Gerir símenntunaráætlun fyrir starfsfólk skólans.
 • Ber ábyrgð á Olweusaráætluninni og situr stýrifundi gegn einelti.
 • Hefur eftirlit með því að umsjónarkennarar sinni skyldum sínum gagnvart tengslum heimilis og skóla.

 

 

Aðstoðarskólastjóri

 

 • Sér um að halda utan um Mentor.
 • Sér um töflugerð.
 • Sér um launamál tengd forföllum, félagsstarfi, nýbúakennslu o.fl.
 • Hefur eftirlit með mætingum nemenda.
 • Hefur umsjón með nemendaskráningu.
 • Hefur umsjón með forfallakennslu.
 • Heldur utan um skipulag prófa og prófyfirsetu.
 • Skipuleggur og hefur eftirlit með frímínútnagæslu.
 • Sér um skipulag kennslu í samvinnu við skólastjóra.
 • Sér um námsbækur fyrir Húsaskóla.
 • Hefur yfirumsjón með félagsstarfi og tómstundastarfi nemenda og er tengiliður skólans við ÍTR.
 • Heldur utan um kannanir s.s. frá Námsmatsstofnun og Rannsóknum og greiningu.
 • Hefur eftirlit með því að umsjónarkennarar sinni skyldum sínum gagnvart tengslum heimilis og skóla.

 

 

Deildarstjóri í sérkennslu

Deildarstjóri sérkennslu er í 50% stöðu.  Hann er faglegur verkstjóri/ráðgjafi sérkennslunnar í skólanum og vinnur störf sín samkvæmt sérkennslureglugerð með ábyrgð gagnvart skólastjóra. Hann er jafnframt skólastjórnendum til ráðuneytis og samvinnu um almennt fyrirkomulag sérkennslunnar, markmið og framkvæmd. Auk þess sinnir deildarstjóri sérkennslu á yngsta stigi.

Deildarstjóri sérkennslu: Anna Káradóttir.

Sérkennsla: Anna Káradóttir mánud.11:15-11:55 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Helga Tryggvadóttir fimmtud. 10:30-11:20 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Prenta |