Skip to content

Mat á skólastarfi

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 8. kafla er fjallað um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.  Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur.  Huga þarf að gæðum náms og skólastarfs og tryggja að réttindi nemenda séu virt.

Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra.  Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt.

Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs.  Þau skulu jafnframt fylgja eftir að það mat leiði til umbóta í skólastarfi ef þess þarf.

Menntamálaráðuneytið annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum.  Það stendur einnig fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum í 4., 7. og 10. bekk.

Hér má nálgast mat á skólastarfi Húsaskóla.

 

Mat á skólastarfi 2018-2019

Líðan nemenda og viðhorf til náms

Foreldrakönnun í Húsaskóla_mars 2019

 

Mat á skólastarfi 2017-2018

Læsi

Niðurstöður Menntamálastofnunar - landið allt í janúar

Niðurstöður lesskimunar í 2. bekk í Húsaskóla vorið 2017

LESSKIMUN 2017 NIÐURSTÖÐUR ÚR LESSKIMUN Í 2.BEKK Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR VORIÐ 2017Lesfimi Húsaskóla í september 2017

Húsaskóli - lesfimi í samanburði við landið og viðmið MMS - vor 2017

Samræmd próf