Skólareglur

Article Index

 

 

 1. Námið er vinna nemenda og til þess að sú vinna beri árangur ber sérhverjum nemanda að leggja sig fram í námi og taka tillit til annarra.
 2. Nemendur eiga að  mæta stundvíslega í skólann. Tilkynna skal veikindi daglega á skrifstofu skólans. Að öðrum kosti er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða
 3. Nemendur eiga að mæta í skólann með þau gögn sem nota skal hvern dag og það heimanám sem sett var fyrir.
 4. Nemendur eiga að fylgja fyrirmælum skólastjórnenda, kennara og annarra starfsmanna skólans að öllu leyti og sýna kurteisi, ábyrgð og tillitsemi.
 5. Nemendur eiga að fara vel með eigur skólans, sínar eigin eigur og annarra. Nemendur bera ábyrgð á því tjóni sem þeir kunna að valda á eigum skólans, starfsmanna eða annarra nemenda.
 6. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á eigum sínum og fjármunum. Nemendum er bent á að vera ekki með peninga eða önnur verðmæti í skólanum að þarflausu. 
 7. Nemendur eiga að ganga rólega á göngum og víkja til hægri. Ætlast er til að nemendur tali hljóðlega til að trufla ekki kennslu. 
 8. Yfirhafnir og skór
  • Nemendur eiga að fara úr skóm og geyma þá í skógeymslum
  • Nemendum ber að fara úr yfirhöfnum í kennslustofum og taka ofan höfuðföt. Yfirhafnir á að hengja upp í fatahengi í stofum, húfur og vettlinga skal geyma inni í ermum yfirhafna.
 9. Neysla tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í og við skóla og íþróttahús/sundlaug. Vopn og eldfæri eru bönnuð í skóla og á skólalóð. Sama regla á við hvert sem nemendur fara á vegum skólans.
 10. Nemendur eiga að koma með hollt og gott nesti sem eykur vellíðan. Nemendur mega ekki neyta tyggigúmmís, sælgætis eða gosdrykkja á skólatíma nema með leyfi kennara við sérstök tækifæri.
 11. Hvers kyns mynda- og hljóðupptökur eru óheimilar í skóla og á skólalóð, einnig í íþróttahúsi og sundlaug nema með sérstöku leyfi skólastjórnenda.
 12. Slökkt skal vera á tækjum í kennslustundum s.s. farsímum og tónlistarspilurum og þau ekki sýnileg nema með sérstöku leyfi kennara

 

Kennarar setja frekari reglur um umgengni og almenn samskipti í samráði við  nemendur sína. Sjá bekkjarreglur.

 

 

Prenta |