Skólareglur

Article Index

Viðurlög við brotum á skólareglum

 

Komi upp vandamál vegna hegðunar og/eða ástundunar nemanda eru þau leyst í samvinnu við nemendur og foreldra. Ef ekki tekst að leysa vandann þannig, leitar umsjónarkennari eftir aðstoð hjá skólastjórn og ráðgjöfum skólans.

Brjóti nemandi af sér skal umsjónarkennari, aðstoðarskólastjóri eða skólastjóri ræða við nemanda um hegðun hans til þess að nemandi geri sér grein fyrir eðli brotsins og afleiðingum þess.

Foreldrum skal ætíð gerð grein fyrir agabrotum barna sinna. Nemanda og foreldrum /forsjármönnum hans skal gefinn kostur á að tjá sig ef ítrekað er fundið að hegðun nemanda og alltaf við brotum á skólareglum.

Gerist nemandi sekur um alvarleg og ítrekuð brot má vísa honum úr skóla á meðan reynt er að finna lausn á máli hans.

Ef ekki reynist unnt að leysa vandann innan skólans er leitað annarra leiða í samvinnu við Skóla- og frístundasvið, Miðgarð og Barnavernd Reykjavíkur.

Í alvarlegri málum er unnið samkvæmt verklagsreglum Skóla- og frístundasviðs um þjónustu við grunnskólanema með fjölþættan vanda.

 

Brottrekstur úr kennslustund

1. Valdi nemandi verulegri truflun í kennslu fær hann áminningu frá kennara.

2. Haldi nemandi áfram óviðeigandi hegðun fær hann aðvörun í annað sinn og viðvörun um að bæti hann ekki hegðun sína þá muni honum vera vísað úr kennslustund, tilvikið er þá skráð í Mentor. 

3. Haldi nemandi enn áfram er honum vísað úr kennslustund og fer hann á skrifstofu skólastjórnenda og ræðir um agabrotið. Brotið er skráð í Mentor og foreldrar látnir vita símleiðis. Sé nemanda vísað úr kennslustund mun viðkomandi kennari ræða við nemandann strax að lokinni kennslustund og finna lausn á málinu.

 

Prenta |