Skólareglur

Article Index

Reglur í íþróttum og sundi

 

Reglur um sund- og íþróttaföt

Nemendur klæðast hefðbundnum sundfatnaði í sundtímum.  Drengir í sundskýlu og stúlkur í sundbolum.

Viðurlög: Gleymi nemendur í 1.- 4.bekk sundfötum þá horfa þeir á, en nemendur í 5.-7.bekk láta íþróttakennara vita og bíða á bekk í miðrými skólans. Nemendur fá skráð „án íþróttafata“ í Mentor.

Í íþróttatímum klæðast nemendur íþróttabuxum/stuttbuxum og íþróttabol. Í 1. og 2. bekk eru íþróttaskór ekki leyfðir en frá og með 3. bekk er skylda að vera í íþróttaskóm. 

Viðurlög: Ef nemendur í 1. – 4. bekk gleyma íþróttafatnaði þá taka þeir þátt eins og hægt er.   Nemendur í  5. – 7. bekk horfa á í tímanum og fá skráð „án íþróttafata“ í Mentor.

Reglur um sturtur

Æskilegt er að nemendur í 3. -7. bekk fari í sturtu að loknum íþróttatímum. Nemendum ber að hafa með sér handklæði að heiman.

Leyfi vegna íþrótta eða sunds

Forsjármenn skulu tilkynna forföll/veikindi eða óska eftir leyfi á skrifstofu skólans samdægurs.  Kennarar gefa ekki munnleg leyfi. Öll leyfi  þurfa  að fara í gegnum skrifstofuna.  Skila þarf inn læknisvottorði ef nemandi er frá í tvær vikur eða lengur.  Læknisvottorð gilda fyrir þann tíma sem tilgreindur er á vottorði.

Reglur um vettvangsferðir nemenda

Nemendum ber að fara að reglum á ferðalögum, fylgja hópnum og fara eftir fyrirmælum kennara og annarra starfsmanna á sama hátt og innan skólans.

Nemendum ber að koma prúðmannlega fram hvar sem þeir fara á vegum skólans og sýna háttprýði, tillitssemi og virðingu undir öllum kringumstæðum.

Komist nemandi ekki í ferðir einhverra hluta vegna ber honum að mæta í skólann skv. stundaskrá.

Komi upp alvarleg brot á skólareglum eða landslögum í ferðum er heimilt að senda nemanda heim á kostnað foreldra/forsjármanna en þó ætíð í samráði við skólastjórnendur.

Nemendur bera ábyrgð á því sem þeir taka með í ferðir, svo sem fatnaði, tækjum, nesti o.þ.h.

Viðurlög: Nemendur sem sýnt hafa að þeir uppfylla ekki ofangreind skilyrði um hegðun í ferðalögum eða fara ekki eftir reglum skólans geta fyrirgert rétti sínum til að fara í ferðir á vegum skólans. Foreldrum nemanda er gerð grein fyrir þeirri ráðagerð með góðum fyrirvara og þeim gefinn kostur á að ræða það við skólastjórnendur og kennara.

Prenta |