Skólareglur

Article Index

Reglur á bókasafni

 

Á bókasafni skólans fá nemendur og starfsfólk lánaðar bækur til lestrar og verkefnavinnu.

Á safninu skal ganga hljóðlega um og taka tillit til þeirra sem þar eru.

Nemendum er óheimilt að neyta matar eða drykkja á safninu.

Nemendur skulu fara vel með gögn safnsins. 

Nemandi má hafa að hámarki 5 bækur að láni í einu. Útlánstími bóka er 30 dagar. 

Nemandi fær ekki lánaðar bækur af safni ef hann er með bækur eða gögn í vanskilum frá fyrra skólaári. 

Bækur sem eingöngu eru ætlaðar til heimildavinnu í skóla eru merktar með rauðum punkti og ekki lánaðar nemendum.

Viðurlög: Ef gögn týnast eða skemmast þarf nemandi að greiða fyrir tjónið, 500 kr -3000 kr. eftir verðgildi gagna. 

Prenta |