Skólareglur

Article Index

Skólasóknareinkunn

 

Við upphaf hverrar annar byrjar hver nemandi með skólasóknareinkunnina 10 (6.og 7. bekkur). Ef nemendur mæta of seint eða eru fjarverandi lækkar einkunnin. Komi nemandi til kennslustofu á eftir kennara og kennsla er hafin telst hann seinn.  Nemandi telst fjarverandi ef liðnar eru 15 mínútur af kennslustund þegar hann mætir.

Gefið er eitt fjarvistarstig fyrir að koma of seint í kennslustund en tvö fyrir fjarvist úr kennslustund. Skólasóknareinkunn lækkar við söfnun fjarvistarstiga.

Sé nemanda vísað úr kennslustund mun viðkomandi kennari ræða við nemandann strax að lokinni kennslustund og finna lausn á málinu.

Fjarvistarstig og einkunnir:

Stig

Einkunn

0-2

10

3-5

9

6-10

8

11-15

7

16-25

6

26-35

5

36-50

4

51-70

3

71-90

2

91-

1

Viðbrögð við slakri skólasókn

Ef skólasóknareinkunn fer niður í 8 ræðir umsjónarkennari við foreldra símleiðis.

Fari skólasóknareinkunn niður í 6 boðar umsjónarkennari forsjármenn og nemanda á fund.

Ef skólasóknareinkunn fer niður í 5 boða skólastjórnendur forsjármenn og nemenda á fund.

Beri þessar aðgerðir ekki tilætlaðan árangur er ástundun nemandans lögð fyrir nemendaverndarráð skólans og málið tilkynnt til Barnaverndar Reykjavíkur.  Skóla- og frístundasvið og Þjónustumiðstöðin í Miðgarði geta komið að lausn slíkra mál.

Fari fjarvistir vegna veikinda fram yfir 10 daga á skólaárinu getur skólinn krafist vottorðs frá lækni, einnig getur skólinn óskað eftir skýringum á tíðum leyfisbeiðnum.

 

Prenta |