Stoðþjónusta - Heilsugæsla

Heilsugæsla Húsaskóla er á vegum heilsugæslustöðvarinnar í Grafarvogi.

Sími: 585 7600.

Skólalæknir er Anna Geirsdóttir. Viðtalstími er eftir samkomulagi.

Bergljót Þorsteinsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur Húsaskóla. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Viðverutími hennar við skólann er mánudaga frá kl.8:30 - 14:00 og þriðjudaga kl. 8:30 -14:00.  Ýmsir fundir í tengslum við starfið falla undir þennan tíma. Viðtalstími er eftir samkomulagi. Sími í skóla: 567 6100.

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita skólabarninu þjónustu.

Skólahjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á skólahjúkrun í þeim skóla sem hann starfar við. Hann vinnur samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem varða starf hans.

 

Skólahjúkrunarfræðingur og skólalæknir eru bundnir þagnarskyldu.

 

Prenta |