Stoðþjónusta - Miðgarður
Í Grafarvogi er starfrækt þjónustumiðstöðin Miðgarður sem sér um alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Hægt er að skila öllum umsóknum um þjónustu borgarinnar til þjónustumiðstöðvarinnar sem ber ábyrgð á að koma þeim í réttar hendur innan borgarkerfisins.
Sérfræðiþjónusta við grunnskóla í Grafarvogi og á Kjalarnes
Deildarstjóri sérfræðiþjónustunnar er Helgi H. Viborg, sálfræðingur.
Varðandi fyrirspurnir eða ábendingar um eitthvað sem betur má fara vinsamlegast sendið póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Starfsfólk allra skólanna og foreldrar geta nálgast tengiliði sérfræðiþjónustu síns leik- og grunnskóla með því að:
- hafa samband við skólaritara;
- senda tölvupóst á viðkomandi tengilið við skólann;
- hringja í Miðgarð, Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, í síma 411 1400
Tilvísunareyðublöð má nálgast á vef Miðgarðs.
Sérfræðiþjónusta fyrir leik- og grunnskóla í Grafarvogi og Kjalarnesi er staðsett í Þjónustumiðstöð Grafarvogs. Þjónustan er veitt á grundvelli þjónustusamnings á milli skóla- og frístundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar.