Áfallaráð Húsaskóla

Í Húsaskóla er starfandi áfallaráð á hverju skólaári sem sinnir nemendum og starfsfólki skólans þegar áföll steðja að.

Hlutverk áfallaráðs er að :
Hlúa að nemendum og starfsfólki sem verða fyrir áfalli.

Gera áætlun um viðbrögð og skipulagningu við áföllum og kynna fyrir starfsfólki skólans.

Koma af stað ákveðnu verkferli og aðhlynningu við áföll eða válega atburði. Til dæmis slys á nemendum og/eða starfsfólki, andlát nemenda/starfsfólks, eldsvoði eða náttúruhamfarir.

Standa að fræðslu um viðbrögð nemenda við áföllum.

Kynna foreldrum fyrir mikilvægi þess láta skólastjórnendur vita ef breytingar verða á högum barna þeirra, svo sem alvarleg veikindi, andlát eða annað sem gæti haft áhrif á líðan þeirra.

Í áfallaráði sitja:  
Skólastjóri, ráðgjafi nemenda, hjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur og skólaritari.

Auk þess er óskað í mörgum tilfellum eftir íhlutun aðila utan skólans og er sá aðili oftast sóknarprestur, þó undantekningar séu gerðar ef áfall eða sorg snertir einhvern, sem tilheyrir öðrum trúarsöfnuði.

Prenta |