Námstækni
Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:
Mikilvægt er að eiga dagbók eða stílabók til að skrifa niður heimanám og önnur atriði sem þarf að muna á hverjum degi, til dæmis er varðar nám og tómstundir. Merktu inn heimanám í hverju fagi, skiladaga á verkefnum og mætingar í allskyns tómstundir, félagslíf, afmæli og aðra viðburði. Strikaðu yfir í lok dags þau verkefni sem lokið var við.
- Gerðu langtímaáætlanir og settu þér markmið.
- Gerðu þér grein fyrir styrkleikum þínum sem og veikleikum. Haltu vel utan um námið, skipulagðu tíma þinn vel og forgangsraðaðu verkefnum.
- Best er að vinna heimavinnuna alltaf á sama tíma dags. Æskilegast er að hafa þann tíma strax eftir skóla.
- Lærðu án truflandi áreita. Tónlist í eyrum og sjónvarp hafa áhrif á einbeitingu þína og getu til að sýna í hvað þér býr.
- Reyndu að sinna heimanámi þínu ávallt á sama staðnum, til að mynda við skrifborðið þitt eða við eldhúsborðið. Sjáðu til þess að aðstæður henti þér sem best.
- Fáðu aðstoð við heimanámið, ef þér finnst þörf á. Óskaðu eftir að foreldrar eða aðrir gefi sér fastan tíma til að liðsinna þér og náminu.
- Stundaðu skemmtilega og fjölbreytta hreyfingu sem þú nýtur og gættu að hollu matarræði.
- Fáðu nægan svefn. Reyndu að fara alltaf að sofa á sama tíma. Góður svefn getur skipt sköpum.
- Sjáðu til þess að þú eigir þau hjálpartæki sem þú þarft fyrir skólann, til að mynda dagbækur, áherslupenna, stílabækur og margt fleira.