Skip to content

Skólahjúkrunarfræðingur og skólalæknir

Heilsugæsla Húsaskóla er á vegum heilsugæslustöðvarinnar í Grafarvogi, sími: 585 7600.

Skólalæknir er Anna Geirsdóttir. Viðtalstími er eftir samkomulagi.

Júlía Werner er skólahjúkrunarfræðingur Húsaskóla  husaskoli@heilsugaeslan.is

Viðverutími hennar við skólann er:

mánudaga frá kl.8:30 – 14:00

þriðjudaga kl. 8:30 -14:00.

Ýmsir fundir í tengslum við starfið falla undir þennan tíma. Viðtalstími er eftir samkomulagi. Sími í skóla: 567 6100.

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita skólabarninu þjónustu.

Skólahjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á skólahjúkrun í þeim skóla sem hann starfar við. Hann vinnur samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem varða starf hans.

Skólahjúkrunarfræðingur og skólalæknir eru bundnir þagnarskyldu.

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Hann nýtir þau tækifæri sem gefast til að fræða börnin og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu. Foreldrar eru hvattir til að leita eftir ráðgjöf hjúkrunarfræðings varðandi heilbrigði barns síns eftir þörfum.

Á heilsuvefnum má finna ýmsar upplýsingar.

Athugið að það er á ábyrgð foreldra að veita upplýsingar:

  • um heilsufar barna sinna
  • að skrá símanúmer (heima, gsm, vinnu) sem hægt er að ná í þá ef slys eða veikindi verða
  • að upplýsa skólann um ofnæmi