Skip to content

Skólahjúkrunarfræðingur og skólalæknir hafa samvinnu um skoðanir.

Þau 6 ára börn sem ekki hafa farið í 5 ára skoðun á heilsugæslustöð:

 • Sjón og heyrn
 • Hæð og þyngd
 • Læknisskoðun og viðtal við foreldra
 • Bólusetning gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (ein sprauta).

Þau 6 ára börn sem hafa farið í 5 ára skoðun :

 • Viðtal við hjúkrunarfræðing
 • Sjón og heyrn
 • Hæð og þyngd
 • Upplýsingar frá foreldrum
 • Gerð er tengslakönnun

9 ára:

 • Viðtal við hjúkrunarfræðing
 • Hæð og þyngd
 • Sjón
 • Gerð er tengslakönnun

12 ára:

 • Viðtal við hjúkrunarfræðing
 • Sjón og litarskyn
 • Hæð og þyngd
 • Bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR), ein sprauta.

Skólahjúkrunarfræðingur fylgist með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem reglur segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra.