Austurmiðstöð – þjónustumiðstöð
Austurmiðstöð – þjónustumiðstöð
Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið nánari upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í miðstöðina í síma 411-1400 eða senda tölvupóst.
Sérfræðiþjónusta Austurmiðstöðar
Sérfræðiþjónusta fyrir grunnskóla í Grafarvogi er staðsett í Þjónustumiðstöð Austurmiðstöð. Þjónustan er veitt á grundvelli þjónustusamnings á milli skóla- og frístundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar.
- hafa samband við skólaritara
- senda tölvupóst á viðkomandi tengilið við skólann
- hringja í þjónustumiðstöðina Austurmiðstöð, í síma 411 1400
Markmið með auknu samstarfi á sviði félags- og skólaþjónustu er að veita heildstæðari og metnaðarfyllri þjónustu til skóla, einstaklinga og fjölskyldna í hverfinu.
Til að þjónustan verði sem best er lögð áhersla á samvinnu við þá sem til miðstöðvarinnar leita.
Vegna skólaþjónustu má vænta:
- Ráðgjafar og handleiðslu til þeirra sem koma að málefnum barna, hvort sem um er að ræða starfsfólk skóla eða foreldra.
- Aðstoðar við að koma á samvinnu milli heimilis og skóla.
- Sálfræðilegrar greiningar og ráðgjafar til foreldra.
Vegna félagsþjónustu má vænta:
- Að heildarsýn verði höfð að leiðarljósi í vinnslu mála er varða einstaklinga og fjölskyldur.
- Félagslegrar ráðgjafar til einstaklinga og fjölskyldna.
- Hjálp til sjálfshjálpar.